Klambravöllur - EPDM gervigrasvöll yfir gamla malarvöllinn

Klambravöllur - EPDM gervigrasvöll yfir gamla malarvöllinn

Á Klambratúni er nokkuð sérstakur reitur, malarvöllur sem eflaust var fullur af lífi á árum áður. Allur gróður hefur aukist og trén stækkað mikið síðustu áratugi en í dag er þetta stóra skjólgóða svæði ónýtt og margir vita eflaust ekki af því lengur. Þetta er kjörinn staður fyrir fjölnota gervigrasvöll fyrir almenning. Umsjón gæti verið í höndum íþróttafélags sem fengi afnot af honum á ákveðnum tímum. Svona völlur myndi nýtast bæði til knattspyrnuiðkunnar og leikja stærstan hluta af árinu.

Points

Í Kaupmannahöfn hafa borgaryfirvöld á síðustu árum lagt gervigras með svokölluðum EPDM mulningi þar sem áður voru illa farnir grasfletir í almenningsgörðum. Þessir gervigrasvellir eru flestir opnir almenningi en oft í umsjón íþróttafélags sem er með afnot af þeim á ákveðnum tímum á virkum dögum. En þeir nýtast ekki einungis til knattspyrnuiðkunnar heldur fyrir allskyns útivist og leiki. Dökkur EPDM mulningurinn hitnar líka í dagsljósi og bræðir furðufljótt af sér snjó og ís.

Mikið hrifinn af þessari hugmynd. Stundaði mikið að mæta í opna fótboltatíma í garði í Brooklyn meðan ég bjó þar. Góð gleði, hreyfing og frábær leið til að kynnast grönnum. Meira svona.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information