Gatan getur ekki borið umferð úr báðum áttum. Eftir gjaldtöku á Ljósvallagötu hafa bílastæðamál aukið á þrengsin í götunni og þar með vandann, þar sem skaði á bílum hefur átt sér stað. Lausn sem kostar Borgina ekkert nema tvö einstefnuskilti.
Gallinn er sá að einstefnugötur eru ekki virtar og hvorki borg né lögregla sinnir eftirliti
Vei þeim, sem ætla að aka á móti umferð á Ásvallagötu, ef einstefna verður tekin upp. Gatan ber ekki bifreiðar í báðar áttir. Ljóst er að sá sem hyggst fara gegn einstefnunni þarf að bakka, oft tugi metra. Þeir bílstjórar, sem reyna slíkt munu ekki endurtaka slíkan akstur. Eitthvað eftirlit er ónauðsynlegt. Segir sig sjálft.
Slík ráðstöfun af hendi borgarinnar væri til góðs fyrir alla íbúa götunnar. Betra flæði bifreiða og minni hætta á skemmdum af völdum þröngrar götu.
Vei þeim, sem ætla að aka á móti umferð á Ásvallagötu, ef einstefna verður tekin upp. Gatan ber ekki bifreiðar í báðar áttir. Ljóst er að sá sem hyggst fara gegn einstefnunni þarf að bakka, oft tugi metra. Þeir bílstjórar, sem reyna slíkt munu ekki endurtaka slíkan akstur. Eitthvað eftirlit er ónauðsynlegt. Segir sig sjálft.
Hjartanlega sammála og mjög þarft. Gætum við þá kannski "hent" í gjaldskyldu á Ásvallagötunni í leiðinni? Skilaboðin eru skýr - þeir borga sem nota stæðin, hvort sem greitt er með íbúakorti eða stöðumælum. Svo mætti auðvitað ganga aðeins lengra og gera Ásvallagötuna að vistgötu þar sem börn gætu leikið sér með bolta og sippubönd þokkalega örugg og frjáls.
Þessi hugmynd hefur verið flutt úr Miðborg í Vesturbæ.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation