Göngustígurinn fyrir neðan Reyrengi er ekki upplýstur. Hann getur verið mjög dimmur þegar dimmt er úti þar sem hann er lokaður inni af húsum öðru megin og mön með gróðri hinu megin. Þetta er göngustígur sem tengist við undirgöng í Egilshöll og er því mikið notaður af krökkum sem eru að fara af og á æfingar í Egilshöll.
Egilshöll hefur mikið upp á að bjóða og þennan göngustíg nota margir til að komast í undirgöngin sem liggja að Egilshöll. Ennig er mikið um fólk sem skokkar og hjólar þarna og það er mjög óþæginlegt að nota þennan fína göngustíg yfir háveturinn þegar þar er svartamyrkur.
Þessi göngustígur er mikið notaður af börnum sem og fólki sem leggja leið sína á æfingar og/eða skemmtun í Egilshöll, margir nota allan göngustíginn og undirgöngin til að þurfa ekki að fara yfir umferðargötuna, mjög mikilvægt að þessi göngustígur verði upplýstur til að vernda öryggi barnanna okkar, sem og allra.
Það er alveg nauðsynlegt að setja lýsingu þarna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation