Milli blokkanna er að mestu ónotað svæði sem gæti nýst í að auka bílastæði um mörg með endurskipulagningu. Þar er líka sandlaus sandkassi sem er aðeins notaður sem kattaklósett og engu barni ætti að hleypa í. Í nágrenni við botnlangan eru 3 leikvellir og stórt tún sem hægt er að leika á og er svæðið sem talað er um það lítið notað að ég tel ekki muna miklu sé hluti þess tekinn í aðra notkun. Gott væri þá jafnvel að girða svæðið af frá bílastæði til að gera það öruggara til leiks barna.
Er þetta ekk hlutverk íbúanna/húsfélagana frekar en Borgarinnar?
Það stórvantar að bæta við bílastæðum í Frostafold 37 til 163, ekki eru auka/gestastæði fyrir alla á tímum 2 bíla per íbúð. Aðeins 23 stæði eru umfram merkt stæði á hverja íbúð og 5 bílastæði sem 7 íbúða stigagangur lokaði fyrir notkun af ókunnugri ástæðu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation