Borgin hefur aldrei komið upp götulýsingu alla götuna til enda, það þyrfti ekki nema einn staur á móti húsi númer 38 til að klára málið.
Öryggi gangandi fólks er ógnað í skammdeginu og þá sérstaklega barna sem ganga þarna um á leið sinni í Húsaskóla.
þetta er bara spurning um einn staur sem getur varla kostað mikið og þetta svæði sem um ræðir er mikið notað af börnum sem eru að ganga í Húsaskóla. Auðveldlega getur skapast hætta er það er bakkað út úr stæðum í svarta myrkvi. Það mætti halda að íbúar í húsum frá 26 -48 greiði ekki gatnagerðargjöld eða útsvar til borgarinnar og verið sé að refsa þeim.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation