Fjarlægja trukkastæði sem liggur inni í íbúðabyggð og græða og fegra upp svæðið.
Við Veghús, fyrir neðan N1 þá hefur verið ákveðið að planta niður stæði fyrir trukka, hvort sem það er á skipulagi eða ekki. Þetta er mikið lýti fyrir hverfið þar sem að yfirleitt er þetta langtímageymsla fyrir sorp (ónýta bíla, hjólhýsi og stundum bara rusl) í bland við stór atvinnutæki sem ekkert erindi eiga inn í íbúðabyggð. Fyrir utan að vera mikið lýti á umhverfinu þá getur einnig skapast hætta þegar þessi stóru tæki eru að bakka inn og út af þessu svæði fyrir þá sem þarna um fara.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation