Borgin setji upp bílastæði með rafhleðslu fyrir bíla
Timi kominn á að hugsa fyrir lausnum vegna rafmagsfaratækja.
Í eldri hverfum er lítið um bílastæði og raflagnir eru ekki hannaðar með það fyrir augum að margir rafbílar geti verið í hleðslu samtímis. Ef borgin kæmi upp stæðum með góðum hleðslumöguleikum gæti það orðið hvati fyrir íbúana að fjárfesta í rafbílum. Tilvalinn staður fyrir slík stæði er meðfram Rauðarárstíg, við Klambratún. Þar væri hægt að setja upp skástæði án þess að þurfa að fella tré. Íbúar gætu leigt stæðin eða borgin sett upp "hleðslustöðumæla".
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation