Braut sem væri fyrir reiðhjól þar sem líkt væri eftir torfærubrautum sem gerðar hafa verið fyrir vélhjól t.d. á Álfsnesi. Þarna gætu fullorðnir og börn spreitt sig á reiðhjólum. Góð hreyfing og æfing í hjólaleikni við öruggar aðstæður.
Mikil aukning er orðin á hjólaiðkun og hefur hjólastígum fjölgað þiloð unfanfarið. Það vantar hinsvegar aðstöðu fyrir byrjendur og lengra komna til æfinga. Með því að útbúa braut sem er eingöngu ætluð reiðhjólum þá gætu byrjendur notað hana til að æfa hjólafærni. Slíkt er að mínu mati mjög mikilvægt þar sem aukin færni í reiðhjóla alstri mundi auka öryggi allra í umferðinni. Jafnframt væri þetta afmarkað svæði þar sem hjólafólk gæti æft sig í öruggu umhverfi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation