Nú eru liðin nokkur ár síðan brýnt var að endurgera gangstéttina við Birkimel og gönguleiðina frá Hagatorgi niður í bæ. Enn hefur ekkert verið gert eins og myndin sýnir vel. Nýjar hellur, gróður og hjólastíg takk.
Viðhalds er þörf, fagurfræði er þörf, hagsmuna gangandi og hjólandi fólks þarf að gæta og þá ekki síst barna og unglinga enda Birkimelur í göngu- og hjólaleið tveggja skóla.
Það sárvantar að laga þetta. Þessi gata er næstum ófær hjólandi eins og staðan er núna.
Sé að hér á öðrum stað er sama hugmynd uppi. Einnig að betrumbætur á Birkimel voru samþykktar í íbúakosningunni í fyrra - því má vænta framkvæmda við gangstétt og hjólastíg á þessum stað með vorinu: http://reykjavik.is/hverfid-mitt-2016
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation