Breyta akstursstefnum í Barmahlíð til og með Blönduhlíð þannig að akstursstefnan sé sitthvor í annari hverri götu eins og í Norðurmýrinni.
Styttir akstur bifreiða sem aka á i norður og vesturátt. Íbúi í húsi við Mávahlíð nálægt Lönguhlíð, þarf að aka ansi langan hring til að komast á nánast sama stað í Lönguhlíðinni eða upp Mávahlíðina út Stakkahlíð niður Hamrahlíð og norður Lönguhlíð. Þetta er nálægt einum km. í hvert sinn.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation