Setja Miklubraut í stokk/jarðgöng vestan Lönguhlíðar. Tengja þar með saman Hlíðar norðan og sunnan Miklubrautar ásamt því að auka loftgæði og hljóðvist. Gjarnan mætti hafa gangnamunnann austar (nær Kringlumýrabraut).
Í aðalskipulagi hafa lengi vel verið áform um að setja Miklubraut í stokk en ekkert hefur gerst. Í núgildandi aðalskipulagi segir m.a. á bls. 149. • Miklabraut Stokkalausnir/jarðgöng. Þörf á framkvæmdum verður fyrst og fremst metin út frá loftgæðum og hljóðvist í aðliggjandi byggð og þeim tækifærum sem skapast við að tengja hverfi betur saman norðan og sunnan götunnar. Með þessu liggja öll rök eins og staðan er í dag; loftgæða, hljóðvistar og hverfisheildar vegna.
Stökkur þyrfti að vera frá Kringlumýrarbraut og vestur að spítala. Þetta myndi gerbreyta miðbæjarsvæðinu, stækka hann og auka lífsgæði til muna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation