Það er ekki nema ein þrenging þar sem er um leið eina gangbrautin í öllum Langarimanum. Börn og almennt gangandi vegfarendur sem þurfa að komast yfir Langariman er því í óþarflega mikilli hættu í umferðinni þar. Miðað við allan þennan barnafjölda sem er í þessu hverfi þá er rugl að það sé bara ein gangbraut þarna yfir og það finnst mér þurfa að bæta. Það væri strax einfaldara ef hraðahindrunum væri breytt í gangbrautir ;)
Frábær hugmynd
Þetta yrði líka til þess að fólk myndi aka hægar um og frekar virða ökuhraðann sem nú þegar er ekki virtur nógu vel
Það eru nú fleiri gangbrautir, við öll gatnamót svo ég tel að þessa sé ekki þörf. Hraðahindranir og gangbrautir út um allt. Það er varla stefnan að gera Langarimann að göngugötu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation