Afrita kerfi sem t.d. Gentofte í Kaupm.höfn notar: Sérstakir stórir bréfpokar (sem brotna niður) seldir í öllum búðum (til fjármögnunar að hluta) og vörubílar sækja á auglýstum tíma 1 x mánuði og sækir poka sem fólk stillir út við gangstéttarbrún.
Sparar ómælda bílaumferð garðeigenda sem þurfa að sækja kerrur, aftur heim og sækja úrgang, aka í Sorpu, skila kerru og síðan heim. Minnkar álag á Sorpu við Ánanaust. Eykur umhverfisvitund íbúa og minnkar notkun svartra plastpoka sem seint teljast umhverfisvænir.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation