Takmarka notkun gönguljósa við Klambratún Reykjahl./Miklubr

Takmarka notkun gönguljósa við Klambratún  Reykjahl./Miklubr

Gönguljós við Klambratún, Reykjahlíð/Miklubraut. Slökkva mætti á ljósunum og merkja kyrfilega frá kl 15:30 - 18:00 virka daga og beina gangandi/hjólandi umferð á ljósin og undirgöngin við Miklubraut/Lönguhlíð. Einnig mætti setja upp göngubrú á staðinn í staðin.

Points

Ég hef grun um að þessi ljós valdi að einhverju leiti umferðarteppunni sem myndast frá gatnamótum Lönguhlíðar/Miklubrautar og út í Háskóla Íslands. Hægt væri að stýra umferðinni þarna svipað og við Bústaðarveg/Reykjanesbraut.

Ljósin eru vel staðsett og mikilvæg gangandi vegfarendum, sem oftar en ekki eru börn. Væru ljósin tekin úr sambandi, þyrfti gangandi vegfarandi að leggja nálægt hálfs kílómeters langan krók á leið sína. Ljósin eru líka eini staðurinn í hverfinu þar sem hægt er að komast yfir Miklabraut gangandi í einum rykk, hvar gangandi vegfarendur eru ekki neyddir til þess að hímast á umferðareyjunni milli þess sem þeir ganga yfir akreinarnar.

Það eru bílar sem orsaka umferðarteppu. Ekki fólk sem þarf að komast yfir götuna og notar gangbrautarljós til þess.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information