Gönguljós í Skeiðarvogi - aukið öryggi barna

Gönguljós í Skeiðarvogi - aukið öryggi barna

Sett verði gönguljós á gangbraut í Skeiðarvogi sunnan Langholtsvegar.

Points

Gangbrautin er mikið notuð af börnum til að komast yfir götuna. Algengt er að umferð úr annarri átt stoppi og börn hlaupi yfir - en umferð úr gagnstæðri átt stoppar ekki með tilheyrandi slysahættu.

Gangbrautin er mikið notuð til að fara í skóla og strætó austan götu. Ökumenn stöðva ekki bílana fyrir gangandi og þá er tekinn sénsinn að hlaupa yfir. Bara tímaspurning hvenær slys verður. 30 km hámarkshraði endar við þessa gangbraut og ökumenn bílanna á austari akreininni gefa því í bæði vegna aukins hámarkshraða og svo til að ná grænu ljósi á gatnamótum Langholtsvegar og Skeiðarvogs

Það er mikil umferð þarna á morgnana, meðal annars mikil umferð að og frá MS. Á sama tíma er mikið af ungum börnum á leiðinni í skólann þannig að það er nauðsynlegt að börnin hafi möguleika á að komast án vandræða yfir götuna. Götuljós tryggja rétt barnanna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information