Lengi hefur verið talað um að koma upp útisundlaug við Sundhöllina við Barónsstíg, nokkrar teikningar og hugmyndir hafa komið fram og þeim verið haldið á lofti , en málið virðist alltaf sofna. Útisundlaug og viðeigandi þjónusta yrði sannkölluð heilsulind fyrir íbúa miðborgarinnar og gesti hennar og sparaði þeim akstur í úthverfin og væri þannig að sama skapi umhverfisvæn.
Það er mikilvægt fyrir líkamlega og andlega heilsu miðbæjarbúa og aðdráttarafl miðbæjarins í heild að byggingu útisundlaugar við Barónsstíginn verði að veruleika og það sem fyrst.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation