Til að létta á umferðarþunga akkúrat á gatnamótum við Álfheima- Gnoðarvog er hægt að loka inn/út keyrsluni af bílastæðinu alveg við gatnamótin og breikka svæðið sem hægt er að keyra inn og út neðar í götunni, nær Hreyfingu.
Mikil þörf er á að létta á umferðarþunga á þessum gatnamótun og auka flæðið þar sem þarna myndast gjarnan teppa þegar ökumenn þurfa gjarnan að bíða lengi á meðan þeir sem eru að fara inn og út af bílastæðinu eru að athafna sig.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation