Einstaklingsmiðað nám MEÐ ALVÖRU FJÁRMAGNI

Einstaklingsmiðað nám MEÐ ALVÖRU FJÁRMAGNI

Foreldrar barna með sérþarfir eru eflaust margir sammála því að úrræði á vegum skóla og viðkomandi miðstöðva eru af skornum skammti. Það má vel vera að það sem býðst í dag henti einhverjum, en betur má ef duga skal. Allt of mörg börn lenda á milli í kerfinu og foreldrar upplifa það að börnin fá ekki aðstoð. Tíminn er gríðarlega dýrmætur þegar kemur að inngripi og mótun til að börn hljóti sem mest lífsgæði alla leið að fullorðinsárum. Kerfið verður að vera sveigjanlegra og til þess þarf fjármagn.

Points

Eftir því sem börn með sérþarfir eldast án inngripa, vandast mál þeirra meira. Börn á einhverfurófi greinast seint vegna þess að þau falla ekki undir staðlaða flokka um hegðunarraskanir. Þegar greiningin loks kemur er nú þegar mikill skaði skeður. Foreldrar upplifa velvilja og skilning en á sama tíma úrræðaleysi og að talað sé í kringum hlutina, því þjónustan er of takmörkuð vegna fjármagnsskorts. Hér er verið að brjóta lögin og brjóta á börnum og þessu verður að breyta sem allra fyrst!

Til að bæta við það sem er sagt hér mun aukið fjármagn ekki síður hjálpa þeim nemendum sem hafa engar greininga né sérþarfir. Eins og staðan er núna gerist það allt of oft að öll orka kennarans fer í einstaka nemendur sem þyrftu nauðsynlega sérstakan stuðning. Hvort sem það sé námslegur stuðningur, félagslegur, leiðrétting á slæmri hegðun eða blanda af ýmsu. Í fjársveltum skóla án aðgreiningar (sem við búum við núna) eru hinir nemendur bekkjarins látnir líða fyrir og nám þeirra skert.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information