Á meðan bekkjastærð er eins og er, er erfitt að sinna hverjum nemenda fyrir sig og bjóða upp á alvöru einstaklingsmiðað nám. Markmiðið er: "Hjálpaðu mér að gera það sjálf".
Yfirsýn og eftirfylgni kennara með 40-50 krakka í bekk hljóta að vera mjög takmörkuð með hverju barni. Mörg börn , sem lítið fer fyrir ,eru því í áhættuhóp með að detta úr lestinni , þar sem kennarar "gleyma" að fylgjast með námsárangri þeirra.
Námsumhverfið þarf að bjóða uppá það að nemandi geti unnið einn, með öðrum og að þar sé svæði til þess að kynna. Ég held að lausnin sé ekki einungis að búa til minni bekki heldur að færa sig í teymiskennslu þar sem 2 eða fleiri kennarar bera sameiginlega ábyrgð á námshópi og undirbúi og kenni saman að einhverju eða öllu leyti. Með þessu læra kennarar hver af öðrum, geta skipt hópnum eftir hentugleika verkefna og svo framvegis.
Ekki hentar heldur mörgum börnum að vinna í stórum hópum, þvert á móti þurfa suma nemendur mikið næði til að geta einbeitt sér. Nemendur eiga að geta unnið eftir sínum eigin áætlunum og tileinka sér ákveðin vinnubrögð og vinnuferlar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation