Kennarar eru lykilpersónur í menntun barna. Á næstu 10 árum mun kennurum fækka verulega vegna skorts á nýliðun. Meðalaldur kennara er tæplega 50 ár þannig að ljóst er að stórauka þarf virðingu fyrir fagmennsku kennara sem felst m.a. í bættu starfsumhverfi og byrjunarlaunum sem eru samkeppnishæf við laun annarra háskólamenntaðra. Ungt fólk sækir í háskólamenntun sem gefur fyrirheit um betri framtíð en kennarastarfið gerir nú. Fögur orð um menntastefnu verða aldrei að veruleika án kennara.
Á næstu árum mun kennurum fækka verulega vegna aldurssamsetningar þeirra sem nú eru starfandi. Horfur eru á að ráða verði erlenda kennara til starfa í leik- og grunnskólum borgarinnar. Ef við viljum halda íslenskri tungu þurfum við kennara sem hafa gott vald á tungumálinu í leikskólum þar sem börn eru á máltökualdri og í grunnskólum þar sem formleg lestrarkennsla hefst. Því er brýnt að laða ungt fólk að námi í leik- og grunnskólakennslu með aðgerðum sem skila árangri.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation