Gerum síðasta árið í kennaranáminu að launuðu kandídatsári, og löðum með því fleiri í námið. Nemarnir verða á kandídatslaunum og hljóta leiðsögn eldri kennara sem fá laun fyrir.
Góðir skólar krefjast margra góðra kennara. Of fáir sækja í leik- og grunnskólanám. Með því að hafa síðasta árið á launum á vettvangi, getum við laðað fleiri að starfinu, og búið þau betur undir það. Þetta kemur menntun barna og unglinga til góða. Win-win!
Nýir kennarar þurfa að byrja hægar í kennslu þannig að þeir fái tækifæri til að læra af öðrum áður en þeir fá ábyrgð á bekk. Kennaranemar geta verið til aðstoðar inn í bekk hjá reyndum kennara.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation