Fræðsla um ákveðin lagaleg réttindi og skyldur

Fræðsla um ákveðin lagaleg réttindi og skyldur

Allt of oft hugsa ég með mér: "Af hverju lærði ég þetta ekki í grunnskóla?" Skattakerfið, erfðaréttur, kosningaréttur, ferðafrelsi, félagafrelsi, tjáningarfrelsi og alls konar önnur grunnréttindi eru lítið kennd í grunnskóla og þar má bæta úr. Kennslan þarf að vera lifandi og interaktíf, til dæmis í gegnum kvikspuna (role-play) og Kompás-leiki.

Points

Allt of margir Íslendingar fatta ekki að ef þú eignast börn þarftu að gifta þig eða gera erfðaskrá til að lenda ekki í vandræðum þegar annar makinn fellur frá. Allt of margt ungt fólk lítur á skatta sem rán, af því það hefur ekki hugsað út í samfélagslegan ávinning af þeim. Allt of margir Íslendingar taka ferðafrelsinu sem gefnu. Allt of margt fólk misskilur tjáningarfrelsið og heldur ða það þýði að ekki megi gagnrýna skoðanir þínar. Lögum þetta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information