Afnema hægri réttinn á hliðargötur í Langarima. Veldur oft stórhættu þegar bílar eru að beygja úr hliðargötum án þess að veita athygli aðvífandi umferð úr Langarima.
Algert rugl að hafa hægri rétt, bý í rimahverfi og hef orðið vitni að nokkrum árektrum vegna hægri réttarins. Biðskilda á ð vera þarna í staðinn. Hvernig væri nú ef hægri réttur væri á Fjallkonuvegi í foldahverfi !!! það væri bara grín.
Eins og staðan er núna er hægrí réttur á allar hliðargötur í Langarima. Utaðakomandi eru oft ekki vissir um þetta. Veldur oft stórhættu þegar bílar koma brunandi út úr hliðargötum án þess að huga að umferðinni um Langarima.
Það gildir hægri réttur í hluta af Grafarvogi og í hluta eru bið/stöðvunarskyldumerki. Það á bara að vera annað hvort hægri réttur eða bið/stöðvunarskylda ekki hvort tveggja. Annað veldur bara ruglingi.
Auðvitað mætti samræma þetta í öllum Grafarvogi og setja biðskyldu þar sem er hægri réttur. Tek Langarima sem dæmi, en auðvitað þyrfti að gera þetta á öllum stöðum þar sem hægri rétturinn gildir. Finnst bara ruglingslegt að hafa þetta eitthvað öðruvísi, því ef það er biðskylda er öllum ljóst hver á réttinn.
Það er nýbúið að setja 4 hraðahindranir í Langarima þ.e. 2 í sitthvorn endan á götunni auk allra þeirra hlöðnu sem eru reyndar margar í mjög slæmu ástandi. Einnig býður lögun götunar ekki uppá mikinn hraðakstur nema viðkomandi sé með einbeittan brotavilja og nákvæmlega sama um bílinn sinn.
Að hafa hægri rétt hægir bara á umferð um Langarima og varnar því að þeir sem búa í engja og fl. hverfum norðar í Grafarvogi séu ekki að stytta sér leið um Langarima. Hættan við að hafa biðskyldu er ávísun á hraðakstur um Langarima og þá verða harðari skellir og meiri hætta!!
Við 10-11 í Langarima er þrenging í götunni sem er einnig biðstöð strætó. Gefum okkur að það sé mikil umferð í báðar áttir. Bílar eru kannski í þrengingunni og ætla sér í átt að Hallsvegi. Svo væru einnig bílar hinu megin við þrenginguna að bíða færis til að komast í gegnum hana. Svo kemur allt í einu bíll út Hrísrima (sem er næsta gata við þrenginguna) og ætlar sér að beygja til vinstri. Hvernig á viðkomandi að geta það þegar þeir sem eru í þrengingunni þurfa að bíða á meðan hann beygir?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation