Hallsvegur milli, húsahverfis og Strandvegs er virkilega óaðlagandi, lagfæra þarf vegabrúnir, steypa kantstein báðum megin og banna stórvirkum ökutækjum að leggjabílum sínum þar á kvöldin og um helgar, stórhættulegt þegar fólk hleypur á milli ökutækjana og yfir götuna.
Gera meira aðlagandi með að lagfæra vegabrúnir og steypa kantstein báðum megin, banna stórvirkum ökutækjum að leggja bílum sínum þar á kvöldin og um helgar, stórhættulegt þegar fólk hleypur á milli ökutækjana og yfir götuna.
Ég mundi vilja sjá vel merkta gangbraut á hraðahindrun sitt hvorum megin við hringtorgið á Hallsvegi / Langarimi / Austur og Vesturfold. Þarna er mikið gefið í stiihvoru megin við torgið. Fyrir utan það að almennt í Grafarvogi er merkingar gangbrauta mjög ábótavant. Held að við hjónin fundum 1 gangbrautarskilti í leit okkar að gangbrautarskiltum í öllum Grafarvoginum, sebrabrautir voru einnig mjög fáar, líka við skóla og útivistarsvæði. Þetta mundi ég vilja fá lagað.
Góð hugmynd. Fellur vel að hugmynd minni um framlenginu á göngustíg sem liggur á milli Rimahverfis og Iðnaðarhverfisins. Um er að ræða ca 50 metra leið sem mikið er hjóluð og gengið og er drullusvað nú yfir blautustu mánuði ársins. Gangbraut yfir Hallsveg (sem framhald af lengingu göngustígs), ásamt því að steypa kantsteina á þessum stað gæti minnkað umferðarhraða á götunni til muna sem eykur öryggi gangangi og hjólandi á þessu svæði. Ætti ekki að kosta mikið að laga þetta.
Fyrir mörgum árum þá spurði ég borgina afhverju eru ekki fleiri stæði fyrir stóra flutningsbíla í grafarvogi & það var nú sagt að það kostaði of mikið að hanna svoleiðis stæði, það eru ekki nóg af svæðum fyrir flutningsbíla í grafarvogi & nágrannar kvarta ef maður leggur þeim í stæði fyrir utan heima hjá sér þar sem það blokkerar útsýnið þó oft hef ég spáð hvort það er að horfa á nágrannakonuna á baðherberginu þar sem oft er eina útsýni næsta hús. Menn hafa ekki sér svæði útí bæ fyrir bílana.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation