Gönguljós yfir Lönguhlíð við Bólstaðarhlíð.

Gönguljós yfir Lönguhlíð við Bólstaðarhlíð.

Setja upp gönguljós/ gangbraut þar sem göngustígur frá Klamratúni liggur( rétt norðan við Bólstaðarhlíð). Þar er greinilega gert ráð fyrir gangbraut en án ljósa er hættulegt að fara þarna yfir.

Points

Þarna tekur við stígur inn á Klamratún. Krakkar eru alltaf að hlaupa þarna yfir enda er gert ráð fyrir gangbraut þarna. Mjög margir nýta sér þessa gönguleið. Menn aka allt of hratt um Lönguhlíð og þarna hafa orðið hræðileg slys. Synir mínir 7 og 11 ára báðu mig um að setja inn þessa tillögu.

Ekið var á son minn, þá 9 ára gamlan, þegar hann ætlaði að hjóla yfir á Klambratún á þessum stað. Hann slasaðist sem betur fer ekki mikið. Þar sem hellulagður gangstígur liggur yfir umferðareyjuna í framhaldi af gangstétt við Bólstaðarhlíð, og gangstígur inn á túnið tekur síðan við, hafa börn tilhneigingu til að fara þarna yfir götuna. Lokun með girðingu myndi ekki gagnast jafn vel, nema jafnframt yrði lokað fyrir umferð bíla af vestari akgrein Lönguhlíðar inn í götur hverfisins.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information