Byggja pump track fyrir reiðhjól hjá skate parkinu í við Þróttaraheimilið eða í Laugarnesinu Pump track er hjólabraut þar sem börn sem fullorðnir læra tækni, að pumpa hjólið í lægðir og yfir litla hryggi, að beita hjólinu í beygjum. Og er hin besta skemmtun. Myndband: https://www.youtube.com/watch?v=i4w5R7Hgrjs
Skemmtilegt að segja frá því að þessi tillaga kom fram á Akureyri í mars 2013 og brautin þeirra var tilbúin nú í sumar http://www.akureyri.is/framkvaemdadeild/frettir/hjolreidaslodar-og-pumptrack
Velosolutions eru leiðandi í gerð pump track-a, þessi skemmtilega grein um um byggingu einnar slíkrar í Thailandi http://www.bikemag.com/videos/velosolutions-builds-pumptrack-thailand/
Veitir ekki af að bjóða upp á fleiri möguleika á útivist og íþróttaiðkun í samfélagi sem eyðir tímanum sífellt meira inni við. EInnig að bjóða upp á fleiri valkosti fyrir þá sem finna sig ekki í hópíþróttum. Góður möguleiki fyrir alla fjölskylduna. Nýlega var haldið sparkhjólamót fyrir yngstu krakkana í skeitparkinu þar sem tugir tóku þátt og sennilega yfir hundrað mættu á svæðið.
https://www.youtube.com/watch?v=i4w5R7Hgrjs
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation