Bætt aðstaða við Dalskóla
Börnum í Dalskóla fjölgar ár frá ári. Svæðið við skólann annar rétt svo þeim fljölda sem þar sækir skóla í dag. Við viljum endilega sjá aðstöðu þeirra bætta í betri leiksvæðum og bættri aðkomu við skúrana sem mörg þeirra dvelja í á skóla- og í frístundatíma. Börnin sækja einnig svæðið utan skólatíma og nýta það þ.a.l. seinniparta og um helgar.
Svæðið við Dalskóla er aðal samkomusvæði barna og foreldra í hverfinu og mikið notað bæði á skólatíma og utan þess. Mjög mikilvægt er að það verði hugað vel að þessu og sérstaklega gætt að öryggisþáttum eins og afmörkun skólalóðar, enda stór umferðargata öðrum megin við skólann og hættuleg á hinum megin.
Set þetta inn sem nýja hugmynd þar sem þessi er síðan í fyrra !
Það vantar alveg betra leiksvæði fyrir eldri börnin, sé fyrir mér að það sé enn töluvert langt í land með skólabyggingu með tilheyrandi skólalóð..hvað með að fá svona hreystisbraut í dalinn - http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3801/2281_read-32686/
Styð þetta, góð hugmynd.Eldri börnin í hverfinu þurfa að hafa eitthvað gera hér í hverfinu, fyrir utan batavöllinn.
Þetta finnst mér góð hugmynd. Hreystibrautina má útfæra þannig að skokkarar gætu nýtt sér hana líka.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation