Grænmetisræktun og bætt fræðsla á nytjum náttúrunnar

Grænmetisræktun og bætt fræðsla á nytjum náttúrunnar

Mig langar að sjá mikla aukningu í verkkennslu til barna og ungmenna á því hvernig rækta eigi grænmeti eða hvernig hægt sé að nýta gjafir náttúrunnar í kringum okkur. Mig langar að skólagarðar Reykjavíkur verði endurvaktir eða að minnsta kosti að lögð verði áhersla á að kenna ungmennum ræktun, í formi námskeiða eða einhverju slíku. Ég er viss um að ef haft yrði samband við Garðyrkjufélag Íslands varðandi samstarf í þessum efnum yrði því vel tekið. Maturinn verður ekki til úti í búð!

Points

Mörg börn í dag hafa enga reynslu eða þekkingu á ræktun á kartöflum eða grænmeti nema þá kannski frá einhverjum tölvuleik. Matur er lífsnauðsynlegur svo kennsla á ræktun, hvort sé verk- eða bókleg, ætti að vera eitt af grunnatriðum í skólakerfinu.

Sámmála þessu!

Það er mikil aukning á kvíða og þunglyndi hjá börnum og unglingum í dag. Tenging við náttúruna styrkir börn í að tengja við sig sjálf og finna sig sem hluta af stærri heild og veitir mótvægi bóknám og aukna tölvunotkun. Rannsóknir hafa sýnt að garðrækt geti bætt andlega heilsu fólks. Rannsóknir hafa einnig sýnt að börn sem læra að rækta sitt eigið grænmeti geta öðlast aukinn áhuga á að borða grænmeti og orðið meðvitaðri um mikilvægi þess að borða næringarríka fæðu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information