Færa má rök fyrir að allt tungumálanám geti styrkt almenna námsgetu og minni. Ákjósanlegt væri að áhugasamir grunnskólanemar geti strax hafið nám í tungumáli að eigin vali og að nemendur skólans geti haft áhrif á þau tungumál sem í boði eru. Í nútíma samfélagi er sífellt mikilvægara að kunna erlend mál og engin ástæða til að takmarka sig við ensku og dönsku, eða þau mál sem algengust eru í menntaskólum. Það hlýtur að vera hægt að leysa þetta, t.d. með stundakennara sem kennir í nokkrum skólum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation