Setja upp gangbrautarljós á Hofsvallagötu, milli apóteksins og sundlaugarinnar, við hornið á Melhaga. Til vara: Þrengingu og gangbraut.
Mikil umferð gangandi fólks er yfir Hofsvallagötu milli apóteksins og sundlaugarinnar. Þar er Hofsvallagatan hins vegar breið og umferðarhraði mikill. Erfitt er að komast yfir götuna þarnaog geta gangandi vegfarendur lent í því að þurfa að standa á miðlínunni vegna þess að bílar eru á mikilli ferð og stoppa ekki. Gangbrautarljós á þessum stað myndu til dæmis auðvelda börnum í Hagaskóla og Melaskóla að komast í skólasund en börn í Melaskóla taka nú á sig krók til að fara yfir hjá Melabúðinni.
Ef börnin ganga niður Hagamel þá koma þau beint að ljósunum hjá Melabúðinni. Þessi "krókur" er innan við 200 metrar (að fara frá horni Melhaga að ljósunum hjá Melabúðinni og inn að Hofsvallagötu). Það er nú þegar 200 metrar á milli ljósanna á Hofsvallagötu (við Melabúð og gönguljós fyrir neðan Einimel) og algjör óþarfi að bæta við ljósum þarna til að spara fullfrískum börnum nokkur spor.
Ja, það vill nú bara þannig til að fólk fer yfir stystu leið, bæði börn og fullorðnir. Fáir taka krók upp að næstu gatnamótum til að geta farið yfir á gangbrautarljósum til að ganga niðureftir aftur. Þarna er Sundlaug Vesturbæjar og full ástæða til að hafa gangbrautarljós þar.
Það er auðvelt að segja að 200 metrar séu ekki neitt ef þú ferðast í bíl. Það er talsverð vegalengd ef maður er gangandi og við ættum að styðja við gangandi umferð í Vesturbænum framyfir bílaumferð.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation