Mikil þörf er á endurnýjun og viðhaldi á leikskólalóðinni Laufskálum við Laufrima. Úttekt var gerð á lóðinni sem sýndi að mörgu var ábótavant í öryggismálum fyrir börnin. Hægt að er vinna út frá þeirri úttekt við lagfæringar á lóðinni til að bæta aðstæður barnanna á svæðinu.
Leikskólalóðin er í slæmu ásigkomulagi og hentar alls ekki börnum, hvað þá litlum börnum. kastalinn sem börnin nota við leik er orðin hættulegur og mjög auðvelt er að slasa sig á honum. Einnig eru hellurnar orðnar að slysahættu
Kastalinn sem börnin leika sér í er orðinn mjög fúinn. Setbekkur og borð í litlu húsi kastalans nær ekki að haldast uppi þar sem skemmd viðarins er svo mikill. Mikil hætta á því að börnin fái flísar. Hellur í göngustígum á lóðinni eru lausar og geta valdið mikilli hættu þegar börnin stíga í götin.
Síðan að leikskólinn var byggður hefur ekkert verið gert til þess að endurbæta né laga galla á lóðinni þrátt fyrir nokkrar skýrslur um slæma stöðu hans. Foreldrar hafa bend á þessi mál í gegnum tíðina en engar framkvæmdir hafa átt sér stað ennþá. Lóðin er ekki boðleg ungum börnum né starfsfólki leikskólans - þörf er á að fylgja eftir þeim leiðbeiningum um endurbætur sem hafa verið lagðar fram endurtekið í gegnum tíðina.
Hætta stafar af þessari lóð sem og ekki er hægt að nýta hana alla. Það hafa verið unnan nokkrar skýrslur í gegnum árin um ástand lóðarinnar. Skóla og frístundarsvið borgarinnar hefur þrátt fyrir margar viðvaranir ekkert gert í því að lagfæra það sem hefur verið ábótavant. Lóðin er í U og því er ekki hægt að nota alla lóðina þar sem hún með of mörgur stöðum sem eru svokallaðir "blindstaðir" þar sem starfsfólk sér ekki til þeirra. Einnig er kastalinn sem og hellurnar löngu, löngu komin til ára sinna. Það er grasbali þarna sem er drullupollur og nokkrir staðir þar sem hægt er að skríða undir girðinguna. Það verður að gera eitthvað í þessu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation