Hraðahindrun í Faxaskjól

Hraðahindrun í Faxaskjól

Þó svo gatan sé merkt í bak og fyrir sem 30 gata keyrir fólk hana oft á mjög miklum hraða svo mönnum og dýrum sem eru þar á vappi stafar hætta af. Hraðahindrun gæti unnið á móti þessu og aukið öryggi íbúa og gesta Skjólanna.

Points

Maður sér oft bíla bruna um götuna eins og þeir séu í kappakstri, hraðahindrun gæti hjálpað mikið með það

Eykur öryggi þeirra sem eru á ferðinni um Faxaskjólið, sem eru oft margir og mis vel varðir. En hér er mikil og allskonar umferð, fótgangandi, akandi, skokkandi, gönguskíðandi, hjólandi osfrv.

Eykur klárlega öryggi gangandi vegfarenda, sér í lagi barna sem eru oft á túninu við leik. Oft fara bæði bílar og hjólreiðafólk alltof hratt þarna um þannig að hætta stafar af og það er því nauðsynlegt að fá hraðahindranir við Faxaskjól.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

mikið útivistarsvæði fyrir leikskóla sem og ferðamenn. oft mjög gáleysislegur akstur og alltof hraður í Faxaskjólinu

Afhverju er hradahindranir i Sörlaskjóli en ekki í Faxaskjóli? Börn að leik hér alla daga og hér keyrir fólk of á ofsahrada. Löngu tímabaert. Þarf slys ad eiga ser stad adur til ad radist er i þetta?

Sunnan við Faxaskjól, næst Ægissíðu er mikið útivistarsvæði, styttan, fjaran, lítill fótboltavöllur, útsýni fyrir myndatökur. Mikil umferð með hunda, hlaupahópur sem og leikskólabörn. Nauðsynlegt að setja upp hraðahindarnir amk tvær, á Faxaskjólið, næst Ægisíðunni og innar í götunni

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information