Það er kominn tími á sparkvöll í Engjaselið í stað lélegs fótboltavallar
Völlurinn sem er til staðar er orðinn lélegur, ójafn og illa upp lýstur. Betra væri fyrir krakka hverfisins að geta spilað á sparkvelli sem væri upplýstur á veturnar.
Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Svæðið fyrir framan mörkin er bara moldarblettur og á haust- og vetrarkvöldi sést ekkert í völlinn vegna þess að það eru engin ljós þarna í kring.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation