Breitt notkun á lóð.

Breitt notkun á lóð.

Við Mýrar götuna er lóð sem er ónotuð, það hafa verið ýmsar hugmyndir um notkun hennar bæði Kirkju bygging og að flytja þangað gömul hús og kanski fleira? Ég er mikill stuðnings maður þéttingar byggðar á smekklegan og vistvænan hátt. Geta menn haldið lóðum í gíslingu áratugum saman þó vitað sé að húsbyggjandi hefur ekkert bolmagn til að byggja. Ég legg til að lóðin verði notuð til útivistar, veitingastaða einskonar vuðbót við leikvöll hinu megin við götuna, sennilega væri nauðsynlegt að hafa einhverskonar könnun meðal íbúa.

Points

Hér eru fyrirhugaðar mikil fjölgun íbúa, svæðið er mjög vinsælt hjá ferða mönnum, svo væri huggulegt fyrir íbúa hé á svæðinu ef borgar yfirvöld huguðu að því að klár að ganga frá þessu svæði, en hafnar svæðið er einskonar andlit borgarinnar.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018. Skipulagsferill þessa verkefnis er of langur fyrir tímaramma verkefnisins Hverfið mitt. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi aðila. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Ertu að stinga upp á því að lóðin verði hirt af eiganda, vegna þess að einhverjir aðrir hafa bolmagn til að nýta hana?

þarna er komin skúr og legsteinn burt með þetta

Mér finnst að ekki eðlilegt að lóðum sé úthlutað og svo standi þær auðar árum saman með tilheirandi sóðaskap og leiðindum. Ef eðlilega var staðið að úthlutun lóðarinnar þá væri væntanlega hægt að ráðstafa henni aftur meða sama snaggaralega hættinum og þá var gert. Veit ekki hvernig þetta er gert núna?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information