Engin aðrein er að aðalinngangi fjölmenns fjölbýlishúss við Mýrargötu 26. Það er því hættulegt og stöðvar umferð ef bíll nemur staðar fyrir framan húsið s.s. til að afferma fólk eða búslóð. Ef lagt er upp á gangstéttina hindrar það leið hjólandi og gangandi. Þarna þyrfti að gera aðrein að húsinu og er pláss fyrir hana.
Bætir umferðaröryggi bæði gangandi, hjólandi og akandi við fjölfarna umferðargötu
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi
Stuðlar að meira öryggi á þessari fjölförnu götu.
Slysagildra miðað við núverandi ástand. Þarf að lagfæra með því að setja aðrein sem allra fyrst.
Verður að bæta öryggi bæði gangandi,hjólandi og akandi um þessa fjölförnu götu
Mikill umferðarhraði framhjá Mýragötu 26 skapar hættu. Ekki er forsvaranlegt að geta ekki stöðvað í skamman tíma fyrir framan aðalinngang 76 íbúða húss, án þess að skapa sér og öðrum vegfarendum hættu.
Ég á oft erindi í húsið, og það er hættulegt að afferma við innganginn.
Aðallega er þetta stórhættulegt, og svo truflar þetta umferð.
Afar mikilvægt með tilliti til umferðaröryggis.
Nauðsynlegt að bæta aðgengi, bæði fyrir íbúa og gesti. Núverandi aðstaða eykur slysahættu
Öryggisatriði að fá þessa aðrein.
Þetta er svo borðleggjandi að setja aðrein að húsinu það ætti ekki einu sinni að þurfa að ræða það. Eykur umferðaröryggi ekki aðeins þeirra sem búa í húsinu, heldur líka gangandi og hjólandi vegfaranda.
Það eru 60+ íbúðir þarna og nauðsinlegt að geta stoppað og hleypt út farþegum. Eykur umferðaöriggi vegfarenda og bíla
Mikilvægt að hafa aðrein vegna mikillar umferðar við götuna
Hér þarf að laga aðkomuna. Eithvað hefur gleymst við skipulagninguna og það verður að ganga þannig frá að gestir verði ekki í hættu er þeir leita inngöngu í húsið.
Einfaldlega ekki hægt að stoppa án þess að skapa hættu á slysum.
Eins og ástandið er núna er þetta algjör slysagildra. Það er mjög mikilvægt fyrir umferðaröryggi á þessu svæði að gera aðrein að húsinu, enda er það fjölmennt og fólk er stöðugt að leggja bílnum á hættulegan máta fyrir framan aðalinnganginn til að hleypa farþegum út.
Nauðsynlegt fyrir öryggi fólks.
Aðrein myndi auka öryggi fyrir íbúa hússins jafnt sem þeirra sem eiga leið hjá akandi, hjólandi eða gangandi.
Þetta var gert svona upphaflega því gert var ráð fyrir að Mýrargatan yrði sett í stokk, sem síðar varð ekki. Þetta er með öllu ófært og stórhættulegt að stoppa fyrir utan aðalinnganginn á húsinu 1
Nauðsynleg svo hægt sé að hleypa farþegum inn/út með öruggu móti!
Þetta er stórhættulegt öllum eins og þetta er núna og því brýnt að lagfæra sem allra allra fyrst
Algerlega nauðsynlegt fyrir fjölbýli þar sem íbúafjöldi er svipaður og í litlu sjávarþorpi að hafa eitt stæði/aðrein fyrir sjúkrabíla, leigubíla og sendla. Það er eiginlega ótrúlegt að skipulagsyfirvöld hafi ekki sett þá kröfu þegar byggingun var samþykkt.
Í raun ótrúlegt að þessi aðrein sé ekki komin fyrir löngu, þó ekki væri nema vegna öryggismála
Skapar hættu þegar ekið er framhjá kyrrstæðum bíl þarna enda nálægt gatnamótum Seljavegar.
Það eiginlega segir sig sjálft að setja verði aðrein við húsið. Það er ekki hægt að stoppa bíl svo vel sé, og afar fá bílastæði annarsstaðar. Þetta fannst mér verst þegar amma kom í heimsókn og varla vinnandi vegur að koma henni inn í húsið.
Svo hægt sé að fara úr og í bíl við aðalinnganginn. Einnig þarf að huga að aðgengi hreyfihamlaðra.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation