Betri aðstaða á útileiksvæði fyrir Stjörnuland
Vantar betra leiksvæði fyrir börnin, leiktæki og afmarkað svæði. Fyrir er opið grassvæði, fullt af glerbrotum og rusli (það er krá í næsta húsi) og moldarsvað þar sem auðveldlega myndast pollar. Enginn stétt til að leika sér á (bara almennur gangstígur), engir skjólveggir, enginn gróður, bara opið svæði sem er ekki nóg fyrir flotta krakka í leik.
Svæðið versnar bara og reksturinn á krá í næsta húsi hefur töluvert að segja. Einnig hefur aldrei verið gengið almennilega frá þessari lóð á þeim 11 árum sem ég hef átt heima í Kirkjustéttinni. Eins og sést á myndinn hérna fyrir neðan
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation