Seinnipart dags er mikil umferð inn í hverfið og fara langflestir inn í Grafarholt með því að taka afreinina af Vesturlandsvegi inn í hverfið og koma að gatnamótum Víkurvegs þar sem eru umferðarljós. Einhverjir eru þó að taka þessa frárein sem eru á leið í Grafarvog. Því myndast oft umferðarteppa á sjálfum Vesturlandsveginum því það er bara ein akgrein á þessari frárein sem skiptist alltof seint í þrennt við ljósin. Mætti breikka mun fyrr til að létta á umferð á Vesturlandsvegi enda er nægt pláss á þessu svæði.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Fráreinin mætti vera tvöföld frá Vesturlandsvegi að gatnamótum Þúsaldar og Víkurvegar. Með þessu væri hægt að létta á ákveðnum tappa sem þarna myndast á álagstímum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation