Ég legg til að gerð verði lengri hægri afrein frá Breiðholtsbrautinni, inn á Seljaskógana, það myndast oft óþarfa umferðastífla á Breiðholtsbrautinni vegna bíla sem ætla að beygja inn á Seljaskógana.
Þetta myndi létta á umferðastíflum á Breiðholtsbraut og jafna umferðina á gatnamótum Seljaskóga og Seljabrautar
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018. Þarna eru undirgöng sem koma í veg fyrir að hægt sé að ráðast í þessa framkvæmd. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 11.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation