Það sárvantar kaldan pott í Breiðholtslaug. Margar sundlaugar eru nú þegar með þetta. Sauna kæmi sér líka vel á móti þar sem hitinn getur orðið mun hærri heldur en í gufubaði. Best væri að hafa þetta nálægt hvort öðru þannig að hægt væri að skella sér úr miklum kulda yfir í mikinn hita á sem skemmstum tíma. Þetta styrkir ónæmiskerfið mjög mikið og er gott fyrir "recovery" eftir æfingar. Þegar líkaminn er í svona miklum hita framleiðir hann svoköllið "heat shock" prótín, og sama á við um mikinn kulda nema bara "cold shock" prótín. Google getur kynnt áhugasama fyrir því. Kaldur pottur og sauna reglulega -> færri veikindadagar, minni bólgur, mýkri vöðvar, betri líðan!
Mundi bæta mikið Breiðholtslaugina þar sem þetta er eina sem vantar
Við leitum alltaf út fyrir hverfið í sund bara vegna þess að slíkan pott vantar. Mjög gott fyrir heilsuna.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Það er rosalega heilsueflandi að dýfa sér ofaní kaldann pott öðru hverju. Myndi líka bæta laugina í heild sinni.
það er búið að samþykkja þessa tillögu frá því í fyrra :)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation