Þar sem þessir skúrar fá ekki að vera í friði eftir að þeir hafi verið málaðir hvítir, að því ekki þá að fara alla leið og fá einhverja listamenn til að mála eða graffa listaverk á skúrana þar sem það er skárra en þessi ljótu krot sem eru þar núna. Hægt er að fá einhvern til að búa til einhvers konar listaverk með lóuna, fiska, fossa, jökla o.s.frv. eða bara eitthvað allt annað.
Krotið sem er þar núna er forljótt og það kemur strax aftur þegar þessir skúrar eru hreinsaðir/málaðir. Því væri gaman að sjá þar frekar listaverk þar sem þá er ólíklegra að einhver kroti á vegginn en hægt er að sjá á öðrum úti málverkum t.d. við Granda eða Lísa í Undralandi við hrinbraut/framnesveg að þau fá að vera í friði.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi
There's a noticeable lack of murals in Vesturbær, and we can definitely do without the ugly tagging.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation