Bæta þarf aðgengi fyrir gangandi, akandi og hjólandi við verslanir og þjónustu úti á Granda. Bílaumferð er mikil og erfitt að komast á milli staða sem eru örstutt hver frá öðrum. Ein af þeim aðgerðum sem myndi greiða umferð gangandi og hjólandi væru gönguljós yfir Fiskislóð, helst á svæðinu á milli Íslandsbanka og Nettó þar sem margir fara yfir. Einnig er möguleiki að setja upp gönguljós við bílastæði hjá Krónunni. Samhliða þarf að bæta við miðeyjum á svæðinu, gangstígum niður brekkuna hjá Bónus, afmarka betur innkeyrslu á bílastæði milli Bónus og Íslandsbanka og fleira. Með því að fara yfir öll aðgengismál á svæðinu má gera það miklu öruggara fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation