Yfir Ægissíðu hjá leikskólanum Ægisborg ganga fullorðnir og börn mörgum sinnum á dag yfir götuna - yfir hraðahindrun. Þessi staðsetning tengir Sörlaskjólið & Faxaskjólið við Ægisíðu. Nauðsynlegt er að fá gangbraut þarna yfir til að skapa meira öryggi fyrir gangandi vegfarendur. Umferð gangandi vegfaranda hefur líka aukist í kjölfar opnun Borðsins að Ægissíðu 123, á sama stað. Að sjálfsögðu ætti gangbraut að vera við leikskóla borgarinnar. Þarna sést líka á grasinu hversu mikill ágangurinn er þarna yfir og á veturnar myndi miklu muna að þetta yrði skafað.
Að sjálfsögðu ætti að vera búið að setja gangbraut þarna fyrir löngu. Fór með syni mína yfir hraðahindrunina (sem er ekki gangbraut þó svo að margir haldi það) í mörg ár, nánast enginn notar gangbrautina sem er hjá bensínstöðinni. Svo er sett í forgang gangbraut hjá Kaffiverst. Skrítin þessi pólitík .
Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Staðsetning gangbrautir við leikskóla nauðsynleg. Mikið af fólki gengur þarna yfir á hverjum degi og því nauðsynlegt að efla öryggi þeirra.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation