Búa til göngustíg við "Stúdentagarðar"-strætóskýlið

Búa til göngustíg við "Stúdentagarðar"-strætóskýlið

Nú þegar er gengið yfir grasið að strætóskýlinu frá Eggertsgötunni, það vantar bara alvöru stíg svo fólk þurfi ekki að eyðileggja grasið og búa til drullusvað á þessari vegalengd í vondum veðrum.

Points

Skil rökin fyrir svona „óskastígum“ en hér er þessi slóði bara að spara manni 20 metra labbitúr fyrir hornið (bein leið er 60 m á móti 80 m). Þetta græna svæði við Suðurgötuna á milli Eggertsgötu og Sturlugötu er verðmætt og væri fremur ráð að nýta það í eitthvað uppbyggilegt frekar en að sneiða þarna fimmtung af því með því að malbika ská yfir það. Það er enda engin þörf á eyðileggingu undirlagsins. Þarna liggur þegar stígur við hliðina.

Það er mikilvægt að búa til göngustígi þar sem fólk vill ganga og koma þannig í veg fyrir óþarfa eyðileggingu undirlagsins og gera fólki að sama skapi auðveldara fyrir að komast leiðar sinnar.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information