Lífga upp á Hverfisgötuna

Lífga upp á Hverfisgötuna

Lífga upp á Hverfisgötuna

Points

Það væri lítið mál að lífga upp á Hverfisgötuna þannig að hún væri meira en bara umferðaræð fyrir fólk sem þarf að komast á bílum meðfram Laugavegi - það er mjög margt fallegt og mikilvægt þarna. Hægt væri að hægja á umferð, fjölga trjám, bæta skjól við garðinn á horninu við Smiðjustíg, og hreinsa upp svæðið á móti Regnboganum við Lindargötu, sem er svolítið niðurnítt svæði.

Reykjavíkurborg mun hefja framkvæmdir við endurgerð Hverfisgötu á næsta ári.

Umferð á laugaveginum er það hæg að hún tefur hjólandi umferð mjög. Einnig er hún það hæg að bílar í hægagangi og sífellt stopp og start veldur óhóflegri mengun fyrir gangandi. Aldrei eru nokkur vandkvæði á að komast yfir götuna.

Gang stettinar á Hverfisgata er eins og "berg og dal bane" vonlaust að hjóla á, særstaklega vinstri meiginn á leið í bæinn. Vítatorg er faðlegt opið torg, enn hafði verið einn faðlegari ef bækkinar væri málað eða beisað....... Bláa P-skiltið á Vitatorg turninn er ljótt og tekur útsynið yfir Esjuna frá fleiri ibuðir her á Hverfisgata 82.. Ér það Reykjavíkur Borg sem eiga bilastæðinn í Kjörgarð. Það er oft mjög mikið rusl sem fylgir verslun (Bonús) í Kjörgarð. Sem nágrenni er þetta leiðeinleg að horfa á og hlysta á rusl/plast og toma dósir sem fjuka um. Ég hefur þvisvar hrensað Kjörgarð fyri sorp tíl að sleppa að horfa á ruslið. Ég vil takka borgina fyrir að mála gaflinn á húsið okkar fyrir þvimur árum.

Hægari umferð við Hverfisgötu myndi tryggja betur samfellu Skuggahverfis og Skólavörðuholts, og beina 50km umferðinni niður á Sæbraut (þar sem hún á heima). Blómleg Hverfisgata er rökrétt framhald af því að efla líf og verslun í miðbænum, eins og svo ágætlega hefur tekist með Skólavörðustíginn.

Þessi gata er í algjöru limbó, Veit ekkert hvað hún á að vera, en á meðan allir þessir strætóar ganga þarna í gegn verður mjög seint og erfitt að gera hana eitthvað lífvænlega. En að laga veginn sjálfann, kannski helluleggja hann og bæta við gróðri og laga þessar kaótísku rugluðu gangstéttir, (Kannski að þrengja öðru megin til að breikka þær og gera göngufærari hinum megin) Kæmi allt til greina. En þessi gata þarf á veglegri andlitsliftingu, og á hún það alveg skilið.

Mér finnst að það ætti frekar að hægja á umferð á laugaveginum, þar sem hann er meira og minna göngugata. Þangað streyma ferðamenn og fólk, sérstaklega þegar mikið stendur á. Þó má að sjálfsögðu leyfa umferð bíla áfram um laugaveg. En hinar breytingarnar sem þú lagðir til um eru mjög góðar.

Ég labba Hverfisgötu alla daga í og úr leikskóla og umferðin er bara of míkil til að hægt sé að gera eitthvað. T.d er ekki hægt að tala saman og maður heyrir ekkert sem krakkarnir segja vegna umferðar. Það þurfti að beina strætó umferð annarsstaðar til þess að hún yrði skemmtilegra f gangandi. Bílarnir keyra líka mun hraðar heldur en á Laugavegi þó að sé líka 30km hámarkshraði á Hverfisgötu. Hún er stórhættuleg. Maður átti frekar að gera Laugaveg að göngugötu og hafa Hverfisgötu f umferð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information