Torg á mótum Hrísateigar og Laugalækjar

Torg á mótum Hrísateigar og Laugalækjar

Bílastæðið hjá verslunum á mótum Hrísateigar og Laugalækjar er mikilvæg miðja hverfis. Skemmtiegt væri að gera þetta eitthvað vistlegra, en vera bara með ruslagáma þarna, t.d. að koma upp bekkjum og jafnvel einhverju grænu.

Points

Torg er skemmtileg og lifandi, jafnvel þótt það væri bara aðstaða til að setjast niður og spjalla.

Mætti setja ruslagámana inn á svæðið fyrir aftan Íslandsbanka.

Það mætti færa ruslagámana við hliðina á 10-11, þar sem núna er ónýtt svæði. Það væri ótrúlega gott ef á þessu horni væri frekar bekkir og borð, kannski veggir til að minnka vind, eða tré og gróður. Það væri hægt að setja upp listaverk fyrir börnin að klifra í. Leiktæki, bekki, borð, gras, tré, bara eitthvað annað en þessa ljótu gáma sem eru þarna núna!

Þarna mætti líka setja læk og/eða tjörn til að endurvekja laugalækinn sem þarna rann í gegn. Smá gróður og lækur eða tjörn ásamt bekkjum og leiksvæði myndi gera þetta að frábæru torgi :) Það er synd að gamli laugalækurinn rennur ekki þarna í gegn lengur. Hann var lagður í stokk skilst mér og gata sett yfir sem nú heitir Laugalækur. Þetta er tækifæri til að lagfæra þetta og setja vatn aftur í Laugalækinn með einhverjum hætti.

Mín skoðun er sú að loka ætti fyrir umferð um Hrísateig við Sundlaugaveg. Þetta gerði Otrateig og Hrísateig öruggari fyrir börn og meira næði fyrir íbúana. Þá væru það Langholtsvegur,Laugalækur og Sundlaugavegur sem mynduðu þríhyrning um hverfið, sem yrði þá nánast bílalaust. Aðgangur að verslunum myndi ekki skerðast heldur væri meira svigrúm til að gera huggulegt svæði í kringum þær.

Mín skoðun er sú að loka ætti fyrir umferð um Hrísateig við Sundlaugaveg. Þetta gerði Otrateig og Hrísateig öruggari fyrir börn og meira næði fyrir íbúana. Þá væru það Langholtsvegur,Laugalækur og Sundlaugavegur sem mynduðu þríhyrning um hverfið, sem yrði þá nánast bílalaust. Aðgangur að verslunum myndi ekki skerðast heldur væri meira svigrúm til að gera huggulegt svæði í kringum þær.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information