Hraðahindrun með gangbraut yfir Austurbrún

Hraðahindrun með gangbraut yfir Austurbrún

Mikilvægt er að láta setja upp hraðahindrun með gangbraut yfir Austurbrún. Hraðahindrunin er nauðsynleg til að hægja á umferð en hámarkshraði í götunni er 30 km/klst en hvorki einkabílar né Strætó virða það hámark. Gangbrautin er afskaplega nauðsynleg íbúum og þá sérstaklega börnum og eldra fólki í hverfinu. Milli Austurbrúnar og Kambsvegs er vinsælt leiksvæði fyrir börn en aðgengi að leikvellinum er mjög slæmt þar sem engar gangbrautir eru yfir göturnar sem liggja í kringjum leikvöllinn.

Points

Mikið er af gangandi eldra fólki á þessum slóðum vegna nálægðar við Hrafnistu og ekki síst Fríðuhús (dagvistun minnissjúkra) sem stendur við Austurbrún. Göngustígar liggja að Austurbrúninni beggja vegna en engin gangbraut er þar á milli til að tengja göngustígana.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information