Hvað viltu láta gera? Ég vil meira líf í Mjóddina. Nú þegar er þar ágætis samansafn af þjónustu sem við sækjum reglulega. Ef við yrði bætt Mathöll svipuð og er á Hlemmi og Höfða í dag og biðstöð Strætó sameinuð við bygginguna, boðið upp á góða salernisaðstöðu og jafnvel settur upp leikvöllur innandyra fyrir krakka, myndi það vonandi glæða húsið meira lífi. Hvers vegna viltu láta gera það? Til þess að auðga mannlíf í hverfinu og nýta betur þennan góða húsakost sem Mjóddin er
Snilldar hugmynd! Væri frábært að fá smá líf í Mjóddina og betrum bæta hana :)
Mjódd hefur upp á allt að bjóða - um að gera að nýta hana betur og gera að hjarta Breiðholts - þessi hugmynd er frábær
Þetta er stórkostleg hugmynd. Mjódd hefur alla burði til þess að verða að lifandi matar-, menningar- og samverustaður. Innileiksvæði fyrir börn í þessu fjölskylduhverfi sem Breiðholt er, er með betri hugmyndum hér. Eins og staðan er núna er fremur dapurlegt um að litast og ekki ljóst hversvegna svæðið er yfirbyggt þar sem göngugatan er fremur illa nýtt. Mathöll með leiksvæði myndi svo sannarlega lífga upp á svæðið og blása nýju lífi í staðsetninguna.
Góð hugmynd, um að gera að nýta húsnæðið betur og auka þjónustuna.
Ég tek sérstaklega undir hugmyndina að bæta við leiksvæði fyrir yngstu íbúa borgarinnar. Það er fastur liður í verslunarmiðstöðum eins og Kringlunni og Smáralind að það séu staðir þar sem börn geta fengið útrás fyrir orku sinni, enda hafa þau ekki sama úthald og fullorðna fólkið.
Myndi eflaust draga yngri kynslóðir meira í Mjóddina.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation