Hvað viltu láta gera? Fegra umhverfið með gróðri og fallegri hellulögn Blómaker myndu jafnvel duga sem gróður Hvers vegna viltu láta gera það? Svæðið er mjög kuldalegt í dag og óaðlaðandi. Það vantar alla hönnun og það nýjasta sem hefur verið gert er setja þrengingar illa gerðar úr steypu sbr. innkomuna inn í Mjölnisholtið frá Laugaveginum .
Fjölga ruslatunnum svo maður geti plokkað á leið sinni. Hrikalega sóðalegt eins og þetta er í dag - varla nokkur tunna þegar upp fyrir Hlemm er komið.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation