Hvað viltu láta gera? Í Reykjavík sárvantar garð með engum aðgangseyri sem bíður upp á fleira en hefðbundnir leikvellir gera. Hægt væri að breyta Klambratúni í eftirsóknarverðan stað fyrir einstaklinga, börn og fjölskyldur þar sem allir geta fundið sér eitthvað við hæfi. Hér má sjá allt það sem garðurinn í Chicago hefur upp á að bjóða: https://maggiedaleypark.com/ 1. Setja upp aldursskipt leiksvæði 2. Klifurvegg 3. Mini golf á sumrin með sumarstarfsmönnum (aðgangseyri stillt í hóf). 4. Svæði með vatni til að sulla. Hvers vegna viltu láta gera það? Í Reykjavík sárvantar garð með engum aðgangseyri sem bíður upp á fleira en hefðbundnir leikvellir gera.
Nei nei nei... Ekki skemma fallega garðinn minn. Ég labba þarna daglega með hundinn og sóla mig þarna á sumrin. Þetta er paradís í núverandi mynd. þó það mætti vissulega gera meira fyrir þennan garð.
Þessi hugmynd var sameinuð við hugmyndina ,,vaðlaug á Klambratún'' og ber heitið ,,Tjörn á Klambratún'' og er í kosningu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation