fut-park á Leiknissvæðið

fut-park á Leiknissvæðið

Hvað viltu láta gera? Fótbolta garður þar sem börn og unglingar geta æft sig aukalega og utan æfinga. Setja upp 2 minni og eitt stærra fótboltabúr til að krakkar geti spilað 1v1, 2v2 og 4v4 . Setja upp skallatennisvelli, lagða gervigrasi og með sterkbyggðu og varanlegu neti Setja upp 2 svokallaða fogo velli annar bara línustrikaður og hinn með hækkuðu neti hver völlur er 2x2m Hvers vegna viltu láta gera það? Gert til þess að krakkarnir í hverfinu geti geti æft aukalega utan æfingatíma og um leið verið á öruggum stað innan girðangar hjá íþróttafélagi. Styrkir verulega við það að krakkar fari út að leika sér og gæti orðið til þess að Leiknisvöllur verði enn öflugri samkomustaður barna og unglinga í hverfinu.

Points

Meiri fjölbreytni og gæti ýtt undir frekari áhuga á hreyfingu.

já þetta verður fínt í leiknir og fyrir allar krakkar

Snilldar hugmynd sem á eftir að gera bara góða hluti fyrir börnin okkar

Það veitir ekki af nýstárlegum leiðum til að hafa ofan af börnunum okkar og við vitum öll að það er ekki æfingin sem skapar meistarann....heldur aukaæfingin. Þarna er verið að gera hana mikið skemmtilegri en ella. All in!

Frábær hugmynd sem mun gera gott fyrir krakkana

Veit ekki um neinn annan svona Fut Park völl á landinu. Það væri því frábært að fá einstakan fóltboltavöll byggðan í okkar einstaka hverfi.

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Með þessari framkvæmd er alltaf hægt að fara í fótbolta þó að völlurinn sé upptekinn, þú getur æft tækni og átt geggjaða stund með vinum og vandamönnum. Þetta er snilldarhugmynd og vona ég svo sannarlega að hún verði að veruleika!

Snilldarhugmynd

Á eftir að hafa frábær áhrif á fótbolta getu barna og unglinga

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information